ÞVÍ MIÐUR BRÉFIN
30.10.2007 | 14:30
Allir sem eru að fást við listabransann hafa sennilega fengið bréf sem byrjar á þessum orðum: Því miður.....það voru margir sem sóttu um.......endilega reyndu aftur að ári.....osfrv. Já þetta er þau svör sem maður fær þegar maður fær ekki styrk sem maður hefur sótt um hjá viðkomandi stofnun, sjóði eða fyrirtæki. Kómedíuleikhúsið hefur fengið alveg helling af sona bréfum og er alveg örugglega ekki eitt um það. Pokasjóður hefur t.d. aldrei styrkt Kómedíuleikhúsið þó það hafi sótt um þar síðastliðin átta ár og ætti það nú að vera nógu skýrt svar en samt er maður svo vitlaus að sækja alltaf um. Reikna nú samt ekki með því að gera það núna skil sneiðina frá þeim pokaköllum og konum já maður er bara svo tregur tók öll þessi ár að fatta að sjóðurinn hefur ekki áhuga á leikhúsi á landsbyggðinni. Það tekur líka alveg ótrúlegan tíma að sækja um alla þessi styrki maður þyrfti eiginlega að vera með einhvern í því djobbi því þetta er í raun fullt starf. En þá kemur kannski á móti að þá sé vænlegra sleppa þessum eltingaleik við marga sjóði. Því miður bréfin duttu niður í kollinn á Kómedíuleikaranum núna meðan hann pikkaði inn ljóð dagsins. Kómedíuleikhúsið hefur nefnilega nokkrum sinnum sótt um styrki vegna ljóðaverkefna og annað tengist nú skáldi dagsins. Einsog greint var frá fyrr í dag þá er 120 ára fæðingarafmæli Stefáns frá Hvítadal á þessu ári, ooooo alltaf þessi afmæli og tímamót endalaust Jónas 200 ára og Guðmundur Ingi 100 ára osfrv, og langaði Kómedíuleihúsinu að minnast þess með veglegum hætti. Að gefa út hljóðbók með ljóðum eftir Stefán frá Hvítadal. Nú einsog alltaf þá er erfitt að ná endum saman í listinni og því þarf að fá styrki í verkefnið. Það var því ritað bréf til Hólmavíkur eða Strandabyggð einsog það heitir í dag en svo skemmtilega vill til að skáldið er einmitt fyrsti innfæddi Hólmvíkingurinn. Beðið var um styrk að upphæð 85 þúsund og þar að auki átti byggðin að fá tíu eintök af hljóðbókinni. Það kom Kómedíuleikhúsinu mjög á óvart að fá Því miður bréf við þessu erindi. En svona er það. Næst var reynt við Landsbankann en hann var ekki heldur geim kannski er ekki útibú hjá þeim á Ströndum eða í Dölum nú eða þá að skáldið hafi kannski verið í viðskiptum hjá Sparisjóðnum. Hljóðbókin bíður því betri tíma en verst að árið skuli ekki vera lengra meðan leitað er annarra leið til að gefa verkið út.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.