UPPSELT Á FRUMSÝNINGU
9.11.2007 | 12:50
Í gær páraði ég og fáraðist yfir því að við hér á klakanum, þó aðallega kaupmenn stórverslana, séum farin að vera full fljót á okkur í jóladæminu. Auglsýsa jólin í október er alltof snemmt að mínu mati. Meira að segja appelsínið og maltið er löngu komið í jólabúning en þó ekki kóka kólað sem er soldið skrítið þeir með sinn fræga kólasvein. Svo er mjólkin líka komin í jólabúning hefðu nú mátt bíða með það smá stund. En kannski er þetta bara allt í lagi og það sem koma skal kannski er ég bara orðin svona gamaldags. ,,Tímarnir breytast" einsog Bob Dylan sagði í samnefndu kvæði. Jólakvæði Kómedíu verða nú samt ekki birt fyrr en á mánudag enda eru þá aðeins nokkrir dagar í frumsýningu. Ég get samt ekki stillt mig um að segja frá því að miðasala á splunkunýjan jólaleik Kómedíu Jólasveinar Grýlusynir er hafin. Það er óhætt að segja að salan fari vel af stað þvi nú þegar er orðið uppselt á frumsýningu sem ber uppá laugardag 17. nóvember. Miðasala á Jólasveinar Grýlusynir er á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is smellið á Kaupa miða. Einnig er hægt að bjalla í síma 891-7025. Leikurinn verður sýndur í Tjöruhúsinu á Ísafirði sem verður sannkallað ævintýrahús jólasveinanna. Sýningarplan í nóvember er sem hér segir:
17. nóv. lau. kl.14.00. Frumsýning - UPPSELT
18. nóv. sun. kl.14.00. Önnur sýning.
24. nóv. lau. kl.14.00. Þriðja sýning.
25. nóv. sun. kl.14.00. Fjórða sýning.
Nú er bara að velja sér skemmtilegan dag og skella sér á Jólasveina Grýlusyni sem er fyrir börn á öllum aldri alveg frá 2 - 102 ára og allt þar á milli. Jólasveinar Grýlusynir koma þér í jólaskap og stytta biðina. P.s. á mánudag verður birt mynd af fyrsta Kómíska jólasveininum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.