EKKERT LJÓÐ DAGSINS Í DAG

Jæja þá verður smá pása á Ljóði dagsins hér á Kómedíublogginu. Reynar stóð til að byrja að birta nokkur splunkuný jólakvæði í dag sem eru í jólaleik Kómedíu Jólasveinar Grýlusynir. Hinsvegar er nú soldið í kómísk jól því frumsýning er ekki fyrr en 17. nóvember. Síðan páraði nú einn besti vinur jólasveinanna meistari Ómar Ragnarsson Gáttaþefason pistil um hve snemma við erum orðin í jólaæðinu. Ég meina fyrir tveimur vikum auglýsti eitt kompaní,,Jólasveinar á staðnum" í október kommon. Hefði verið í lagi ef jólahúsið á Akureyri hefði verið að auglýsa hefði alveg keypt það enda frábært framtak þar á ferð og vel að verki staðið í alla staði. Kómedíuleikarinn vill því hlusta á læriföður sinn í jólasveinafræðum og bíða með að hringja inn Kómísk jól enn um sinn. En í næstu viku getið þið lesið ný kvæði um gömlu íslensku jólasveinanna og ef til vill mun því fylgja myndir af köppunum. Hönnuður Kómísku jólasveinanna er Marsibil G. Kristjánsdóttir og hefur hún verið í jólaskapi síðustu mánuði enda ekkert grín að búa til alvöru jólasveina. Gerðir sveinanna eru af ýmsum toga bæði brúður og grímur og allt þar á milli. En nú er ég farin að fjalla of mikið um joð orðið hér eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera en það er bara svona þegar spenningur er komin. Æfing í kvöld í Tjöruhúsinu á Ísafirði og þar er leikmyndin óðum að taka á sig mynd. Komin upp þessi flotti hellir og fleira fjallskemmtilegt. Þar sem ég ætla ekki að birta strax mynd af kómsíkum jólasveini höfum við hér í staðinn mynd frá frumsýningu í gær á ljóðaleiknum Ég bið að heilsa.

eg bid a heilsa 006 Að lokinni frumsýningu. Kómedíuleikarinn, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þröstur Jóhannesson, tónlistarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilegar hamingjuóskir með frumsýninguna, ég komst því miður ekki, en er ákveðin í að sjá þessa sýningu.  Þori samt ekki að hafa myndavélina með, nema þú samþykkir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 21:13

2 identicon

Takk fyrir góðar kveðjur, ávallt velkomin í leikhúsið og mátt alveg hafa myndavelína með.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Elvar Logi minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband