ÉG BIÐ AÐ HEILSA VAR VEL HEILSAÐ Á FRUMSÝNINGU

Í gærkveldi frumsýndi Kómedíuleikhúsið nýjasta verk sitt, Ég bið að heilsa, sem er ljóðaleikur byggður á verkum Jónasar Hallgrímssonar. Það var sannkölluð leikhúsljóðastemning á frumsýningu fullur salur áhorfenda og á stundum mátti heyra saumnál detta enda á ferðinni magnaður texti listaskáldsins. Það má því segja að Ég bið að heilsa hafi verið vel heilsað og gerður mjög góður rómur að sýningunni. Einsog alþjóð veit þá er árið 2007 sannkallað Jónasar Hallgrímssonar ár og ekki að ástæðulausu því þann sextánda nóvember er 200 ára fæðingarafmæli skáldsins. Víða um land hefur þess verið minnst og nú eru Vestfirðirnir komnir á Jónasarkortið líka með þessari vönduðu uppfærslu á Ég bið að heilsa. Næsta sýning verður á miðvikudaginn kemur, 14. nóvember, á veitingastaðnum Við Pollinn. Boðið er uppá sannkallaða ljóðaveislu í mat og skemmtan því í boði er tvírétta máltíð og leiksýning á aðeins tvö þúsund og níu hundruð krónur. Borðhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkustund síðar. Miðasölusími er 456 - 3360. Allir í leikhús.

Ljóðastemningin fönguð á frumsýningu í gær af ljósmyndaranum Halldóri Sveinbjörnssyni. Þarna má sjá Kómedíuleikaranna sjússa sig og Þröst Jóhannesson í góðum fíling.

eg bid ad heilsa Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson, www.bb.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband