FIMMTI KÓMÍSKI JÓLASVEINNINN KEMUR ÚR GILINU
14.11.2007 | 12:57
Já það er sannarlega mikið fjör í Kómedíuleikhúsinu þessa dagana og hver jólasveinninn af öðrum kynnir sig hér á blogginu. Það er mikill galsi á sveininum sem nú kemur því það er sjálfur Giljagaur sem hoppar á milli gila einsog sjálfur Gísli Súrsson gerði hér í denn. Það er best að hann kynni sig bara sjálfur. Giljagaur teik it avei:
GILJAGAUR
Giljagaur heiti ég
með krosslagða fætur
fætur sem ég hef á svaklegar mætur.
Um gilin ég hoppa
án þess að stoppa,
um fyrnindi og fjöllin,
- heilsa upp á tröllin.
Til bæja ég held
hvert einasta kveld
dagana fyrir jólin
þegar sólin, blessuð sólin,
er sest á bak við hólinn.
Giljagaur heiti ég
og er einsog gormur.
Gormur sem snýst einsog endilangur ormur.
Ferðast í stuði.
En stundum þó með puði
upp klungur og kletta
og stundum er að detta.
Til bæja ég held
hvert einasta kveld
dagana fyrir jólin
þegar sólin, blessuð sólin,
er sest á bak við hólinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.