ÖRFÁ SÆTI LAUS Á JÓLASVEINA GRÝLUSYNI Á SUNNUDAG

Það er óhætt að segja að miðasala á Jólasveina Grýlusyni fari vel af stað. Nú þegar er uppselt á frumsýningu sem er núna á laugardag. Önnur sýning er á sunnudag 18. nóvember og eru aðeins örfá sæti laus á þá sýningu. Nú er bara að skella sér á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is og panta sér miða. Miðaverðið er að vanda mjög Kómískt eða aðeins 1.900.- krónur og er heitt súkkulaði og heimabakaðar smákökur innifalið í miðaverði. Jólasveinar Grýlusynir er splunkunýr jólaleikur eftir Elfar Loga Hannesson og Soffíu Vagnsdóttur. Hér er á ferðinni ævintýri um gömlu íslensku jólasveinanna áður en þeir fóru í Kóka Kóla sparifötin. Inní þeirra ævintýri fléttast svo allt annað ævintýri um nútíma unglingspilt sem er að leita að Búkollu strokukúnni frægu. Enn einu sinni hefur hún stungið af og leitin ber piltinn hátt uppí fjöll og þar gerast nú ævintýrin. Því haldið að hann rekist ekki á fullt af furðuköllum sem segjast heita jólasveinar. Jólasveinar Grýlusynir verður sýnt allar helgar í nóvember og desember í Tjöruhúsinu á Ísafirði, sem er nú orðið sannkallað ævintýrahús jólasveinanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband