SJÖTTI JÓLASVEINN MÆTTUR Í KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ RÉTT FYRIR MIÐNÆTTI
15.11.2007 | 23:57
Hann lætur nú ekki mikið fyrir sér fara Kómíski jólasveinn sem læðist inní leikhúsið um miðnæturbil. Reyndar hefur þar líka að segja mikið fjör í leikhúsinu því frumsýning er á næsta leiti eða á laugardag og þá vill oft mikið ganga á. Æfingum er bara nýlokið í dag og allt er að komast í jólalegt leikhúsjólakökuform. Ljósin farin að skýna, jólasveinahellirinn mikið ævintýra undur enda unnið af listakonunni Marsibil G. Kristjánsdóttur sem er bara snillingur. Og já pæliði í því. Hún á afmæli í dag og samt var hún í leikhúsinu allan daginn. Já Kómedíuleikarinn er sannarlega vel giftur. En þó jólasveinn kvöldsins sé feimin og láti lítið á sér bera þá er þó eitt sem hafa skal gætur á og það er þvara þið vitið sleif. Já við erum að tala saman, þetta er sjálfur Þvörusleikir sem stendur sko ekkert alltaf einsog þvara einsog einhver sagði. Hér kemur Þvörusleikir:
ÞVÖRUSLEIKIR
Þvörusleikir er nafnið mitt.
Ég dunda mér reyndar við þetta og hitt.
En mest þykir mér þó gaman
þegar margir koma saman.
Og elda sér mat í potti,
þá fylgist ég með, - og glotti.
Ég veit þá að mín bíður þvara.
Sem ég fæ að sleikja, bara
af því ég heiti Þvörusleikir.
P.s. svo vil ég bara minna ykkur á að panta miða á Jólasveina Grýlusyni. Kikkið á www.komedia.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.