GILJAGAUR YRKIR MEÐ KROSSLAGÐA FÆTUR

Giljagaur er kominn í bæinn og hafði í mörg horn að líta í nótt. Það kom sér heldur betur vel í nótt að hann gat notað sinn góða hæfileika að skoppa um einsog gormur einsog hann segir í kvæðinu sínu. Giljagaur er ein af 13 stjörnum jólaleikritsins Jólasveinar Grýlusynir sem sýnt er um helgar á Ísafirði við miklar vinsældir. Næstu sýningar eru á laugardag og sunnudag og hefjast kl.14.00 miðasala er á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Jólasveinastjarnan í dag er Giljagaur og hér kemur vísan hans:

GILJAGAUR

Giljagaur heiti ég

með krosslagða fætur

fætur sem ég hef

hef dásamlegar mætur.

Um gilin ég hoppa

án þess að stoppa,

um fyrnindi og fjöllin,

- heilsa upp á tröllin.

Til bæja ég held

hvert einasta kveld

dagana fyrir jólin

þegar sólin, blessuð sólin

er sest á bak við hólinn.

Giljagaur heiti ég

og er eins og gormur.

Gormur sem snýst

eins og endilangur ormur.

Ferðast í stuði

en stundum þó með puði

upp klungur og kletta

og stundum er að detta.

Til bæja ég held

hvert einasta kveld

dagana fyrir jólin

þegar sólin, blessuð sólin

er sest á bak við hólinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband