STÚFUR YRKIR OG TVISTAR UM LEIÐ

Einn vinsælasti jólasveinn síðari ára er án efa stubburinn Stúfur. Hann tvistaði milli landshorna í alla nótt enda þekktur tvistari já nú þarf Sæmi Rokk að fara að æfa sig. Þó nóttin hafi verið erfið er Stúfur hress og kátur og ætlar hann að mæta í Tjöruhúsið á Ísafirði á morgun, laugardag, og sprella með bræðrum sínum í jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir. Ekki nóg með það heldur ætlar hann líka að vera í leikhúsinu á sunnudag og hefjast báðar sýningar kl.14.00. Miðasala er á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Stúfur hefur samið nýja vísu og þar kemur margt óvænt í ljós einsog lesa má hér:

STÚFUR

Ég er jólasveinn og heiti Stúfur

og ég er alveg einstaklega ljúfur. 

Ég læt nú ekki mikið á mér bera

en samt er ég þó ýmislegt að gera. 

Þótt ég sé smár er margt mér lagt til lista,

ég kann til dæmis feiknavel að tvista.

Þá beygi ég mig örlítið í hnjánum

og teygi síðan vel úr öllum tánum.  

Um leið og jólatjútt – og tvist ég heyri,

þá tvista ég og allt um kollinn keyri.

Já ég er nú meiri KALLINN! 

Í Grýluhelli heppilegt það er

hversu lítið þar fer fyrir mér.

Ef einhver missir tölu undir borðið

þá beinist næstum alltaf til mín orðið:

,,Stúfur litli viltu hjálpa mér”?

Það er segin saga, - þá undir borð ég fer.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband