WWW.TMM.IS BESTI MENNINGARVEFURINN
15.1.2008 | 17:18
Umfjöllun um listir og menningu í fjölmiðlum er nokuð góð og mikil hér á landi. Dagblöðin eru með sér menningarsíður og Mogginn með Lesbókina sem mér finnst reyndar ekkert sérstök í dag bíð allavega ekki jafnspenntur eftir henni með laugardagskaffinu og ég gerði áður. Enda aldrei hægt að gera svo öllum líki. Í útvarpi á listinni líka sinn stað og líka í sjónvarpi en þó mættu nú Kastljós karlar og konur poppað örlítið meira uppá menningu í sínum þáttum þó gott sé að hafa alltaf eitt músík atriði í lokin. Klassík. En á netinu þá er aðeins ein menningar- og listasíða sem ber af að mati Kómedíuleikarans og það er heimasíða Tímarits Máls og Menningar www.tmm.is sem Silja Aðalsteins stjórnar af mikilli list. Þar er öllum listgreinum gerð góð skil og þar að auki er hann uppfærður daglega enda alltaf nóg að gera í listalífinu. Nú tel ég ljóst að það sé nú ekki marga monnípeninga að hafa útúr þessu og þess vegna finnst mér mikil ástæða til að hrósa Silju fyrir frábæran vef og hvet sem flesta til að kikka reglulega á þennan vef hennar, já bara setja hann í uppáhaldið. Svo mega menn líka alveg kaupa blaðið líka sem er bara snilli.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.