Á AÐ BANNA GEMSA Í KVIKMYNDAHÚSUM?

Á fimmtudaginn verður kvikmyndin Cloverfield, sem ég veit svosem engin nánari deil á, sýnd í Laugarásbíói á vegum Nexus. Hvað er svona merkilegt við það? Jú, það er sett farsímabann á áhorfendur sem munu sækja þessa sýningu og má jafnvel búast við smá leit á gónendum að þeir séu nú ekki með þetta tæki sem virðist vera það mikilvægasta í heiminum í dag. En er þetta ekki bara gott mál ég meina hvað hefur maður að gera með Gemsa á bíósýningu? Símarnir eru nú það tæknilegir að það er hægt að sjá, bara strax í hléi, hvort einhver hafi verið að ná í þig  MISSED CALL og SMSin eyðjast ekkert þó þú opnir þau ekki alveg strax og því getur þú verið að dudda þér við það í hléinu að lesa öll mikilvægu skilaboðin sem hafa borist: Hvar ertu? eða Hvað ertu að gera? Mér leiðist. osfrv. osrfv. Gemsinn er ekki leyfður í leikhúsinu og af hverju ætti hann þá að vera leyfður í kvikmyndahúsum? Ég bara spyr?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband