BESTU LEIKKONUR 20 ALDAR

Góð vinkona mín á Ísó nippaði í mig hvort það væri ekki líka listi yfir bestu leikkonur síðustu aldar í hinni ágætu skruddu Bók aldarinnar eftir þá Gísla Martein og Ólaf Teit. En fyrr í dag birti ég lista uppúr þessari bók þar sem Topp tíu leikarar síðustu aldar voru nefndir. Já það er nú eins gott að maður passi sig á þessu og gæti jafnréttis og þess vegna er svona gott að hafa góða að til að fylgjast með. Reyndar verð ég nú að segja það, soldið hallærislegt reyndar að segja það núna, að ég var einmitt að pæla í að birta topp tíu leikkonu listann líka en hætti svo við, en maður er nú bara frá Bíldó þannig að það hlýtur að fyrirgefast. En hér kemur semsagt topp tíu listi yfir bestu leikkonur 20 aldar samkvæmt bókinni Bók aldarinnar:

Kristbjörg Kjeld

Guðrún Ásmundsóttir

Helga Valtýsdóttir

Bríet Héðinsdóttir

Stefanía Guðmundsdóttir

Sigríður Hagalín

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Edda Heiðrún Backman

Guðrún S. Gísladóttir

Herdís Þorvaldsdóttir

Þetta er sko miklu flottara lið en handboltalandsliðið það segi ég satt. Og nú er gaman að bera listana tvo aðeins saman. Soldið ólíkir, margir listamenn hér nær okkur í tíma heldur en á hinum listanum. Ég hef t.d. séð allar þessar leikkonur á sviði nema tvær, Helgu Valtýs og Stefaníu Guðmundsdóttur. Reyndar hef ég heyrt í Helgu í útvarpsleikritum og svo náttúrlega í hlutverki Karíus eða var það Baktus man ekki alveg. Alveg geggjuð uppfærsla sem lifir góðu lífi og kannski því miður lifa sögupersónurnar enn líka þar sem við skóflum svoleiðis í okkur gúmmelaðinu. En einsog á leikara listanum þá eru nokkrar sem voru við það að detta inná listann svo maður noti kunnulegt orðalag: Guðrún Indriðadóttir, Helga Bachmann, Soffía Guðlaugsdóttir, Regína Þórðardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Svo bendi ég bara áhugasömum á þessa skruddu Bók aldarinnar fullt af intresant topp listum og eitt er víst að allir listarnir eru tilvalið umræðuefni ef einhverntíman skortir svoleiðis t.d. í saumaklúbbnum eða í kaffitímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband