SKAPANDI MÚSÍK MEÐ BILLY JOEL

Kómedíuleikarinn hlustar mikið á músík þessa dagana meðan hann vinnur að skapandi störfum á Sigló. Á unglingsárunum var söngvarinn Billy Joel í miklu uppáhaldi og að vanda var tekið einskonar Joelæði. Byrjað á því að hrúa að sér öllum hljómplötunum með kappanum og svo geisladiskana þegar sú tækni hóf innreið sína. Nú svo kom einhver annar söngvari og þá var bara Billy Joel pakkað niður í kassa enda búið að vera stanslaust á fóninum og undir geislanum í einhver ár. Svo bara 20 árum siðar eða svo er skollið á Joel æði að nýju. Komst nefnilega yfir Greatest safnið hans hér á Sigló og er bara að uppgötva hvað þetta er geggjuð músík á nýjan leik. Þar að auki er voða gott að láta kappann malla meðan maður vinnur við skriftir og reynir að vera soldið skapandi. Enda eru þetta svoddan perlur með Joelnum hver kannst ekki við slagara á borð við New York State of Mind, Only the Good Die Young, Honesty. Allentown, The Stranger og þannig mætti lengi telja. Mæli óhikað með Billy Joel meðan unnið er að ýmsum meistaraverkum hvort heldur í listinni eða bara við uppvaskið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband