STEINN STEINARR Á DVD

Í ár er aldar afmæli vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinarrs nánar tiltekið 13. október. Þó nokkuð langt sé í það er full ástæða til að halda uppá það og minnast þessa merka skálds okkar með ýmsum uppákomum og viðburðum á árinu. Þegar hefur verið sagt frá því að meistari Jón Ólafs ætli að vera með tónleika á Listahátíð þar sem hann mun flytja eigin lög við ljóð skáldsins. Glöggur bloggari hér á MBL hefur líka ritað tvo ágæta pistla um Stein Steinarr og eiga ábyggilega margir eftir að bætast við enda margt hægt að segja um skáldið og bara upplifun hvers og eins á þessum mögnuðu verkum. Gaman er að segja frá því að Kómedíuleikhúsið tekur að sjálfsögðu þátt í afmælisárinu. Fyrst ber að nefna DVD disk með einleik leikhússins Steinn Steinarr sem sýndur var á Ísafirði og í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Diskurinn er á Kómískuverði eða aðeins 1.500.- kr og er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is Sendum hvert á land sem er og líka til úttlanda. Einleikurinn Steinn Steinarr er byggður á verkum skáldsins og ævi en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þetta er mjög áhugaverð, vel gerð og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2003.

Kómedía mun á árinu minnast aldar afmæli Steins með ýmsum hætti en nánar um það síðar.

steinnsteinarSteinn Steinarr á DVD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband