ORRI FJELDSTED LEIKARI HVER ER ÞAÐ?
21.1.2008 | 12:40
Ég segi það alveg satt maðurinn er snillingur. Ekki óllum gefið að halda fyrir manni vöku með spennu og smá hrolli en samt mikilli ánægju vegna þess að hann gerir þetta svo vel. Hann er næstum því besti spennusagnahöfundur landsins á eftir Árna Þórarins. Já, Kómedíuleikarinn var fastur í Arnaldi í alla nótt eða eitthvað fram á fimm eða svo. Eftir að hafa lokið við lestur á miklum ævisagnadoðranti um merkan útgerðamann fyrir vestan datt honum svona í hug að kikka aðeins á nýju bókina hans Arnaldar, Harðskafi. Bara svona lesa fyrstu kaflana, 20 blaðsíður eða svo en að vanda þá er ekkert grín að lesa Arnald. Það er svo erfitt að stoppa. Sérrílagi fannst Kómedíuleikaranum gaman af leikhúskaflanum þegar Erlendur kikkar í Þjóðleikúsið til að hitta á stórleikarann Orra Fjeldsted. Arnaldur að vanda ekki mikill leikhúsmaður og þekkti nú ekki mikið þennan gæja. Inní samtalið fléttast svo kostulegar lýsingar af nýjustu sýningu leikhússins sem er sjálfur Óþelló eftir Sjakespír sem einhver nýútskrifaður leikstjóri hefur poppað upp og lætur sýninguna gerast á stríðsárunum á Íslandi. Góð hugmynd en nær þó ekki hylli í þessari sögu því sýningin kolfellur. Nú veit maður að höfundur setur alltaf texta fremst í bókina sýna að persónur séu bara úr kolli skáldsins. En samt gaman að pæla hver er fyrirmyndin af Orra Fjeldsted?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.