SINFÓ Á ÍSÓ
24.1.2008 | 14:07
Það er stór dagur í menningunni á Ísó í dag. Sinfó mætt á svæðið og heldur sérstaka hátíðartónleika í kvöld í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tilefnið er líka stórt eða 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar sem er sko einn flottasti tónlistarskóli landsins já það er ekkert djók, alveg satt, þar fer fram mögnuð og vönduð starfsemi sem er fyrst og fremst rekin af hugsjón. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.20 og er miðasala við inngangin en einnig hægt að panta á heimasíðu Sinfó. Það er sannkallaður hátíðarbragur á efnisskránni og verður m.a. frumflutt nýtt verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson. Mikið vildi nú Kómedíuleikarinn geta verið á ísó í kvöld en sendir þess í stað sinfonískarsíldarkveðjur frá Sigló.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.