EINLEIKIÐ VIÐTAL
24.1.2008 | 16:08
Nú þurfa allir að kikka á heimasíðu leiklistarhátíðarinnar Act alone www.actalone.net og lesa nýtt einleikið viðtal á síðunni. Að þessu sinni er það einleikarinn og Stopparinn Eggert Kaaber sem er á eintali við Kómedíuleikarann. Eggert hefur frá mörgu að segja bæði í einleiknum fréttum og Stoppleikhúsfréttum. Á heimasíðunni er einnig hægt að lesa eldri viðtöl við brúðuleikhúskonuna Hallveigu Thorlacius og eintal við Hörð Torfa. Act alone heimasíðan er stútfull af upplysingum um einleikjalistina s.s. greinar um fræga einleikara á borð við Eric Bogosian og Lily Tomlin, listi yfir íslenska einleiki sem settir hafa verið á svið, verslun einleikarans og síðast en ekki síst allar upplýsingar um Act alone einleikjahátíðina. Vefur dagsins er semsagt www.actalone.net
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.