TIL HAMINGJU BORGARLEIKHÚS MEÐ MAGNÚS

Kómedíuleikhúsið óskar Borgarleikhúsinu til hamingju með daginn og ráðningu á nýjum Borgarleikhússtjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni. Vissulega voru margir hæfir umsækjendur sem sóttu um stöðuna en Magnús hefur á síðustu áratugum sannað sig sem leikhússtjórnandi. Árangur hans hjá Leikfélagi Akureyrar er að ég held einsdæmi í stuttru atvinnuleikhússögu Íslands. Það var kannski ekki allt farið norður og þið vitið hvað þarna fyrir norðan en lítið hafði gengið. Svo bara á örfáum árum byggir Magnús upp leikhúsið norðlenska og setur hvert áhorfendametið á fætur öðru. Og gott ef leikhúsið hafi ekki bara skilað hagnaði uppá síðkastið sem er sko stórfrétt í leikhúsbransanum. Og allt í einu vildu allir skella sér á sýningu hjá Leikfélagi Akureyrar, ég þekki t.d. marga Akureyringa sem hafa lítið pælt í leikhúsi en eru nú hinir áhugasömustu um leikhúsið Sitt og eru með árskort í vasanum og hafa keypt sér Óvitabol og ég veit ekki hvað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með Borgarleikhúsinu á næstu leikárum en kannski enn forvitnilegra að fylgjast með Leikfélagi Akureyar. Og nú er það spurning dagsins í leikhúsinu. Hver verður næsti leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar? Megið alveg koma með hugmyndir og getgátur kæru lesendur.

Ég skal byrja og sting uppá Eddu Björgvins.


mbl.is Magnús Geir stýrir Borgarleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband