ER ÞORPIÐ BESTA LJÓÐABÓK ALLRA TÍMA?

Kómedíuleikarinn liggur í ljóðum þessa dagana og þykir það nú ekki slæmt. Enda er ljóðið galdur sem getur tekið þig hvert sem er. Er reyndar að viða að sér ákveðnum ljóðum fyrir útvarpsþátt sem hann er að gera fyrir Rás eitt og verður fluttur um páskana. Í morgun hefur Þorpið eftir Jón úr Vör verið á skrifborðinu. Þetta er náttúrulega alveg geggjað rit hver smellurinn á fætur öðrum Lítill drengur, Uppboð, Hvar er þín trú, Ólafur blíðan, ofl ofl já eiginlega bara öll ljóðin eru meistaraverk. Lýsing hans á æskuþorpinu eru stórkostleg og það merkilega er að lýsingin á ekki bara við þorpið sem um er talað Patró heldur getur þetta verið hvaða þorp sem er á Íslandi, Bíldudalur, Þingeyri, Bakkafjörður eða Skagaströnd. Og pælið líka í því að þessi lýsing á þorpunum á ekki síður við í dag þar sem enn liggur straumurinn suður einsog segir t.d. frá í ljóðinu Frelsari minn: Jesús Kristur skorinn í tré er kominn í Forngripasafnið fyrir sunnan. Kómedíuleikarinn hefur nú stundum velt því fyrir sér að gaman væri að færa Þorpið á leiksvið og kannski hann láti bara verða að því. Allavega er Þorpið aftur komið á framtíðar verkefnalistann - óskalistann ölluheldur. En þá er bara spurningin eftir allt þetta lof á Þorp Jóns úr Vör. Er Þorpið besta ljóðabók allra tíma??

P.s. uppáhalds ljóðbók Kómedíuleikarans er Yfir heiðan morgun eftir Stefán Hörð og hefur verið það í tæpa tvo áratugi. Reyndar er verkið svo heilagt fyrir honum að hann hefur ekki þorað að líta í bókina síðasta áratuginn - hræddur um að skemma eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ekki verði ljóður á Þorpinu fundinn. Það væri vissulega verðugt verkefni fyrir hið ísfirska atvinnuleikhús að hlutgera það á sviði og hylla þannig alla landsins þorpara.

Pétur Eggerz (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:47

2 identicon

Já - það segirðu satt þetta yrði verðugt verkefni fyrir eina atvinnuleikhús Vestfjarða - ég fer í að redda monnýpeningum í þetta

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Las eitt sinn Lítill Drengur á einhverri samkomu, það var ekki þurrt auga í salnum á eftir. Áhrifamikið ljóð og mögnuð bók.

Ársæll Níelsson, 16.2.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband