AFHVERJU EIGUM VIÐ EKKI BJÖRNSSON LEIKHÚS EÐA STEINSSON LEIKLISTARHÁTÍÐ

Alltaf gaman að bera okkur saman við heiminn. Hvað höfum við ekki það sem hinir hafa? Sérrílagi gaman að kikka á menninguna og listirnar. Enda hefur verið nokkur umræða um það síðustu daga hvað varðar fjárframlög til listar á vegum Menntamálaráðuneytis íslenska samanborið við nágrannalöndin. En ekkert um það hér. Það sem mig  langaði að nefna er það hve leikskáldum er hampað mikið í úttlöndum svo mikið að leikhús eru nefnd eftir þeim og heilar leiklistarhátíðir eru nefndar eftir þeim. Þannig eru til nokkur Beckett leikhús og líka festivöl, Ibsen festival er haldin í Noregi og síðast en ekki síst er það lord leikskáldanna sem er að vanda sigurvegarinn með nokkur festivöl og leikhús. Þó leikhúsin séu nefnd eftir ákveðnu skáldi þýðir það ekki að það sé eingöngu að sýna verk eftir viðkomandi skáld, nei nei síður en svo. Algengt er að það sé kannski bara ein uppfærsla á leikárinu úr þeim ranni og svo koma hin verkin frá öðrum skáldum. Hvað leiklistarhátíðirnar varðar þá eru þær hinsvegar oft undirlagðar undir verk viðkomandi höfundar en þó ekki algilt. Það væri nú gaman ef við hefðum eitthvað svona og þá sérstaklega leiklistarhátíð. Væri nú gaman að vera með Björnsson festival þar sem sýnd væru leikverk meistara Odds Björns, eða Jóhann Sigurjónsson festival sjá FjallaEyvind, sem ég hef nú aldrei séð á sviði, og Galdra-Loft, og í tilefni af Sólarferð, Guðmundar Seinssonar festival væri nú ekki amalegt að fá tækifæri til að sjá verk íslenskra skálda með svona þema festivölum. Hvað Steinsson varðar þá hef ég bara séð eitt stykki eftir hann Brúðarmyndin sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu, hef hinsvegar lesið flest verk hans enda voru þau gefin út í glæsilegri heildarútgáfu fyrir nokkrum árum. Hey, nú dettur mér í hug hvernig við gætum gert þetta. Höldum árlega leiklistarhátið en árlega skipt um leikskáld. Sting uppá að byrja á Jökuls Jakobssonar festivali - væri gaman að fá tækifæri til að sjá Hart í bak, sem ég hef aldrei séð, Pókók ofl ofl....Já, mikið væri nú gaman að gera þetta.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð hugmynd. Um að gera að þróa hana áfram og finna leiðir, samverkamenn o.s.fr.v. Ekki veitir af að brýna öll vopn sem við finnum til að nýta í baráttunni fyrir aukinni vegsemd íslenskrar leiklistar.

Pétur Eggerz (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:56

2 identicon

Vel mælt, spurning hvort þú viljir ekki bara vera memm í þessu apparati, væri góð tilbreyting í stað þess að vera alltaf einn.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband