O SOLO HOMO
17.2.2008 | 14:58
Kómedíuleikarinn er einsog margir aðrir Íslendingar mikill safnari. Það kemur sennilega fáum á óvart hverju hann safnar - jú einmitt það er leikhúsið. Leikrit, handrit, ævisögur leikara, leikskrár, hljómplötur ofl. En sérstaklega er hann þó iðinn við að viða að sér öllu er viðkemur einleikjalistinni - nema hvað. Sama sagan þar einleikir, leikskrár, plaköt, DVD ofl. Hér á landi er nú ekki mikið til að útgefnu efni í einleikjadeildinni en þó eitthvað. Fyrst ber að nefna safnritið Íslenskir einleikir sem Kómedía gaf út og inniheldur safn einleikja allt frá Gísla Súra til Sveinsstykkis. Aðeins örfáir erlendir leikir hafa komið út á íslensku Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum kom út í leikskrá LR og einnig Kontrabassinn sem áður hafði verið gefin út af Frú Emilíu. Annað einleikið íslenskt útgáfuefni er ekki mikið jú Hellisbúinn var gefinn út á VHS, Steinn Steinarr á DVD og ekki mikið meira um það að segja. Kómedíuleikarinn á hins vegar orðið stórt safn erlendrabóka um einleikjalistina, leikrit og fræðirit, og hefur verzlað þetta inn hjá Amazon, nema hvað. Fyrir skömmu bættist í safnið bókin O Solo Homo, 1998, sem er safnrit einleikja eftir samkynhneigða leikara. Aldeilis intresant rit þar sem oft er um að ræða verk sem eru byggð á eigin ævi höfundana sem eru jafnframt leikarar. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt það er ekki aðeins verið að fjalla um stöðu samkynhneigðra, heldur einnig pólitík, sjúkdóma og þá einkum alnæmi, fordóma og útskúfun. Meðal þeirra sem eiga verk í þessu einleikna safni eru Holly Hughes, Susan Miller, Peggy Shaw, Michael Kearns og Tim Miller. Rétt er að benda áhugasömum á þann síðast nefnda, Tim Miller, en hans verk ber af að mínu mati og auk þess á hann að baki merkan feril í einleikjabransanum - kynnið ykkur þennan kappa. Sá Kómíski sendi honum línu til að þakka fyrir gott verk og notaði að sjálfsögðu tækifærið og sagði honum frá Act alone í leiðinni. Og nema hvað, kappinn vill ólmur koma á Act alone. Hátíðin er fullbókuð þetta árið en vonandi verður hægt að halda Act alone 2009 en einsog mörgum er kunnugt hefur Menntamálaráðuneytið lítið villja styrkja þessa einu árlegu leiklistarhátíð á Íslandi. En sjáum til. Mæli allavega með þessu einleikna safnriti O Solo Homo.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.