FIMM DAGAR Í TVEGGJA ÞJÓN Á SIGLÓ

Það er farið að hitna í kolunum hjá Kómedíuleikaranum á Sigló, sást t.d. til sólar áðan í þorpinu, og síðasta vikan, frumsýningarvikan runnin upp. Allt er þó að smella saman, leikmyndin alveg að vera tilbúin aðeins á eftir að setja tvær hurðar í aðra hliðina og svona smá dúllerí við leiktjöldin. Stefán ljósameistari Norðurlands hefur þegar kveikt á perunni og er byrjaður a lýsa upp ævintýrið. Hljóðmaðurinn finnst vonandi í dag. Leikhópurinn hefur staðið sig vel og hefur bætt sig með hverri æfingu. Allavega hlær leikstjórinn á hverri æfingu enda alltaf eitthvað nýtt að gerast. Tvö rennsli búinn og það þriðja í kvöld. Já, svei mér þá ég held að okkur takist þetta á lokasprettinum. Tveggja þjónn verður frumsýndur föstudaginn 22. febrúar í Bíóinu á Sigló. Já, það er sannarlega kraftur í Leikfélagi Siglufjarðar þessa dagana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband