FATTARINN KEMST Í GANG
19.2.2008 | 12:43
Alltaf svo gaman að uppgötva eitthvað sérstaklega í listinni. Allt í einu fatta að þessi sögnvari sé bara góður nefndi sem dæmi þegar ég uppgötvaði Bowie á sínum tíma. Var þá um 13 ára og hafa þau kynni varið alla tíð síðan. Í haust komst fattarinn loksins af stað þegar ég fór að stúdera ljóð Jónasar Hallgrímssonar hafði áður bara lesið nokkur kvæði en þegar betur var lesið komst ég bara að því hvílíkur fjársjóður verkin eru. Núna er fattarinn aftur kominn í gang. Að þessu sinni er það í skáldsagnadeildinni álpaðist til að lesa Kátir voru kallar eftir John Steinbeck. Og ég er alveg kolfallinn fyrir kappanum og er þegar búin að lesa annað meistaraverk eftir hann og núna langar mig að lesa næstu bók. Hlakka sérrílagi til að lesa Þrúgur reiðinnar. Svona er lífið skemmtilegt alltaf er maður að fatta eitthvað nýtt þó maður sé orðinn....gamall.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Of mice and men
Stórkostleg bók
Ársæll Níelsson, 19.2.2008 kl. 13:54
Já ég hlakka enn meira að lesa hana hef þó lesið leikgerðina sem er frábær og svo sá ég Jón Malóvits fara á kostum sem Lenny í bíóversjóninni, greinilegt að nýtt hefur bæst á safnalistann minn - safna Steinbeck bókunum á íslensku
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:57
Vonandi að þýðingar á Steinbeck séu þá í höndum almennilegs þýðanda. Sjálfur forðast ég bækur sem eru þýddar úr ensku því oft tapast andi höfundarins í þýðingunni.
Hvenær má annars vænta þess að sjá lista yfir einleiki Act alone 2008?
Ársæll Níelsson, 20.2.2008 kl. 20:03
Verð að viðurkenna að ég er voða ónýtur í að lesa á úttlensku - er bara svo gamaldags, Karl Ísfeld þýddi Kátir voru karlar og finnst mér hún vera vel páruð en hef þó ekki borið saman við orginalinn - Act alone 2008 er að stútfyllast fer að læða inn upplýsingum á vefinn bráðlega
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.