SKRÍMSLI Í HÁDEGINU

Kómedíuleikhúsið sýnir einleikinn Skrímsli núna í hádeginu í Möguleikhúsinu við Hlemm. Hér er á ferðinni fjörugur leikur um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi. Það er Jónatan Þorvaldsson skrímslafræðingur og deildarstjóri skrímslasviðis Náttúruundrunarstofnunnar Íslands sem segir frá þessum furðuverum en allt fram á daginn í dag eru menn að sjá eitthvað sem engin getur skýrt hvað er. Sjálfur hefur Jónatan einnig komist í kast við skrímsli og segir okkur m.a. frá því þegar hann lenti í klónum á Stórskrímsli eða Brontasaurus einsog fræðimennirnir kalla þá tegund skrímsla. Leikari í Skrímsli er Elfar Logi Hannesson, handrit og leikstjórn er í höndum Péturs Eggerz og skrímslateikningar gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir. Skrímsli var frumsýnt á sumardaginn fyrsta í Baldurshaga á Bíldudal og hefur síðan þá verið sýnt víða um land.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi bara gott gengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:40

2 identicon

Takk fyrir hlý orð og strauma, virkaði greinilega því þegar þetta er párað er sýningin búinn og lukkaðist svona líka vel.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 18:45

3 identicon

Takk Siggi

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband