BESTI SÖNGVARI ÍSLANDS
28.3.2008 | 14:46
Vilhjálmur hefur alla tíð verið í miklum metum hjá Kómedíuleikaranum. Á æskuárunum í Birkihlíðinni á Bíldudal var Villi ósjaldan undir nálinni og í mestu metum var lagið Bíddu pabbi. Þegar lagið hófst fór hann í ham og lék með tilþryfum við texta lagsins og skemmtilegast var víst að leika ,,ég hljóp svo hratt að ég hrasaði og datt" semsagt áhættuleikur á háu stigi. Skömmu síðar varð uppi fótur og fit hjá drengnum. Haldiði að hann hafi ekki hitt Vilhjálm, jú jú alveg satt. Meira að segja á Bíldudal nánar tiltekið á flugvellinum á Bíldudal. Hann var þá að skuttlast vestur með einhverja menn á fund á lítilli rellu. Pilturinn fékk að fara með pabba á flugvöllinn og vissi nú ekkert hvað var í gangi. Þegar flugmaðurinn kom út úr vélinni datt andlitið af snáðanum. Haldið kannski að þetta sé toppurinn ó nei. Þar sem bíllinn var of lítill fyrir alla farþegana sem þurftu að komast á Bíldó. Þannig að strákurinn þurfti að sitja í fanginu á Villa. Vá, maður. Svo fóru kallarnir á fundinn. En Villi var á meðan í Birkihlíðinni hjá okkur mömmu, einmitt á leiksviðinu á Bíddu pabba í stofunni, og þar sat hann og drakk kaffi og borðaði randalínu og ég, já að sjálfsögðu sat ég bara í fanginu á Villa. Allan tímann. Aðdáun að Villa hefur haldist allar götur síðan enda hafði hann rödd sem var engri lík, einstök tilfinning og bara eitthvað svo sannur. Hef meira að segja pælt oftar en einu sinni í því að búa til einleik um Vilhjálm. Hef aðeins sagt nokkrum þessa hugmynd og hef fengið frekar dræmar undirtekktir. Veit ekki af hverju. En kannski er það einmitt þá sem maður á að kíla á hugmyndina. Sjáum til.
P.s. takk Rás tvö, hélt ég ætti nú sjáldan eftir að hrósa þeim, fyrir að minnast Villa í dagskrá ykkar í dag.
Nýtt lag fannst með Vilhjálmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alveg sammála þessu. Einstakur söngvari og sjálfmenntaður.
Marta B Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 15:46
Sumir eru bara þannig að allt verður að gulli sem þeir snerta einsog t.d. á hann og Ellý systir hans bestu jólaplötu Íslands
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:51
Vilhjálmur var einstakur söngvari. Ekki fullkominn - sum laganna hefði hann e.t.v. átt að láta eiga sig - en fáir stóðu honum á sporði á sínum tíma.
Helgi Már Barðason, 28.3.2008 kl. 20:01
Sæll frændi já mikið man maður eftir kstlinum í Birkihlíðinni þar sem plöturnar voru geymdar, Villi settur á og sungið með já ég öfundaði þig mikið af því að hafa hitt Villa í eigin persónu, það er satt hann var og er algjör perla hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínu fólki hérna á heimilinu en ef hún Sædís frænka þín er spurð um hvaða tónlist hún hlusti á er það Villi, Káerinn (jón kr ) Raggi Bjarna Bjarni frændi Tóti frændi Queen og fl. góðir, út frá þessum snillingum sofna þær systur oftast á kvöldin.
Knús á ykkur
kv magga frænka
Magga frænka (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:56
Já Magga frænka sumir mundu kannski segja að við höfum einhæfan smekk þegar hel ætt fílar alla þessa snillinga en sagði ekki maðurinn: Ég hef einfaldan smekk og vil aðeins það besta.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.