98 DAGAR Í ACT ALONE
30.3.2008 | 16:49
Bara svona til að minna okkur á Act alone hátíðina og þá einleiknu stemningu sem verður þá, ég meina 98 dagar er ekki svo langur tími og tíminn er fljótur að líða. En til að stytta biðina þá bendi ég ykkur kæru leikhúsvinir og unnendur á Act alone heimasíðuna www.actalone.net þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um Act alone allt frá upphafi og þar að auki er heilmikið lesefni um þetta sérstaka leikhúsform sem margir vilja meina að sé erfiðasta form leiklistarinnar. Það má t.d. lesa fjölmargar greinar um þekkta einleikara á borð við Lily Tomlin, Hal Holbrook, Eric Bogosian ofl ofl. Á næstunni hefst síðan kynning á sýningum hátíðarinnar sem eru fjölbreyttar og ekki bara einleiknar. Ýmsar nýjungar verða á Act alone 2008 og verður sagt frá þeim á heimasíðunni þegar nær dregur hátíð það er því um að gera að fylgjast vel með Act alone síðunni og svo er líka um að gera að byrja að bóka gistingu á Ísafirði áður en allt fyllist. En í tilefni dagsins þá skulum við aðeins bregða á leik með því að birta hér mynd úr sýningu sem verður á Act alone 2008 og um leið spyrjum við, hvaða sýning er hér á ferð og hver er leikarinn?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.