MEISTARI KVEÐUR
6.4.2008 | 13:06
Charlton Heston var einn af þessum ekta stórleikurum Hollywoodborgar. Leikari sem yfirleitt valdi verkefni sín vel. Mörgum minnisstæður fyrir Ben Húr en fyrir þeim Kómíska er það einkum myndin Apaplánetan sem stendur upp úr. Sá hana á Beta spólu í Birkihlíðinni á Bíldó og mikið fannst manni tilkoma þetta var allt svo raunverulegt. Aparnir flottir og maður var alveg að kaupa þetta. Hef reyndar ekki séð ræmuna síðan þá og ætla mér ekki að gera það í ótta við að sjarminn hverfi. Heston lék líka í nokkrum velheppnuðum vestrum og var bara flottur kúreki. Þó kappinn sé horfinn okkur nú höfum við alltaf myndirnar hans þó maður láti Apaplánetuna vera.
Charlton Heston látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 14:47
Apaplánetan stendur fyrir sínu. Ég horfði aftur á hana fyrir stuttu og fór á nostalgíuflipp. Hinsvegar fannst mér karlinn ekki alveg jafn glæsilegur í heimildamyndinni Bowling for Columbine eftir Michael Moore. Heldur dapurlegt að sjá gamla manninn þar berjast fyrir réttindum skotvonaeigenda í USA. En kannski hann hafi þá verið farinn að þjást af alzeimer. Ætli við verðum ekki að reyna að minnst hans fyrir hlutverkin sem hann lék fremur en pólitískar skoðanir.
Pétur Eggerz (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:56
Í alvöru? Maður ætti kannski að kikka á hana. Já hef eitthvað heyrt um þennan byssuáhuga hans. Held að leikarar ættu annars ekkert að vera að þvælast í hinu leikhúsinu þ.e. pólitíkinni það sanna fjölmörg dæmi
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.