KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ FÆR MONNÝPENINGA
25.4.2008 | 12:18
Sumardagurinn fyrsti var mikill gleðidagur fyrir Kómedíu. Í gær var skundað til Hólmavíkur í sól og sumaryl til að taka á móti styrk. Oh, það er svo gaman að fá bréf þar sem stendur eitthvað annað en Því miður....Menningarráð Vestfjarða var semsagt að úthluta styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum í gær. Kómedíuleikhúsið fékk styrki fyrir tvö verkefni. Leiklistarhátíðin Act alone fékk 700 þúsund og nýjasta leikverk Kómedíu, Búlúlala Steins öld, fékk 300 þúsund en leikurinn verður frumsýndur í maí. Alls voru 48 verkefni styrkt að þessu sinni til mjög fjölbreyttra verkefna allt frá kvikmyndum til grásleppuseturs. Það var virkilega gaman að sjá hversu fjölbreytt verkefni eru í gangi á Vestfjörðum og næsta víst að apparat á borð við Menningarráð Vestfjarða hefur sannað sig og eflt til muna menningar- og listalíf á Vestfjörðum.
Heimasíða Menningarráðs
http://www.vestfirskmenning.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sæll frændi mikið er gaman að heyra þetta, innilega til hamingju, þetta er sko tilefnin til að fagna jibbía jeiiiii. Við hjónakornin erum að fara í leikhús í kvöld að sjá Dubbelduch já já maður er sko búin að fara 4 x í leikhús í vetur eitthvað annað en þegar við bjuggum í borginni .
knús á ykkur
kv Fænka og co á Akó
Frænka á Akó (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 14:35
til lukku frændi. þú ert vel að styrkjunum kominn og vonandi opnar þetta allar styrkjagáttir.
Bjarni Þór (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:48
Frábærar fréttir. Til lukku með þetta ;)
Ársæll Níelsson, 26.4.2008 kl. 05:33
Takk Magga frænka já þú stendur þig betur en ég í leikhúsgóni er ekki búinn að sjá nema tvær sýningar á þessu leikári - Takk Bjarni líka frændi já það væri gaman ef fleiri Monnýkallar og konur kveikji á Kómedíunni - Leikhúsbróðir þakka þér
Elfar Logi Hannesson, 26.4.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.