KÓMEDÍULEIKARINN Í MENNINGARSPORTIÐ

Kómedíuleikarinn hefur tekið sæti í Menningarnefnd UMFÍ. Þessi nefnd er ný af nálinni og hefur það hlutverk að vinna að mótun og eflingu menningarstarfs hjá hreyfingunni sem og vekja athygli á því merka starfi í sem þegar er unnið hjá ungmennafélögum um land allt. Ungmennafélögin eru víða mjög öflug í menningarlífnu fjölmörg félög starfrækja sér leiklistardeild og setja árlega upp vandaðar leiksýningar. Á Siglufirði hefur Ungmennafélagið Glói einbeitt sér að ljóðlistinni með ljóðakvöldum og toppuðu svo sjálfan sig í fyrra með því að standa fyrir veglegri ljóðahátíð sem þeir nefndu Glóð og er hátíðin komin til að vera því hún verður haldin að nýju núna í haust. Vissulega eru ungmennafélögin misdugleg sumsstaðar eru þau allt í öllu bæði í sportinu og menningarlífinu. Á Þingeyri er t.d. mjög öflugt íþróttafélag sem heitir Höfrungur sem er gott dæmi um þetta þau standa fyrir jólaballi og nú nýverið tóku þau við rekstri Þingeyrarvefsins. Það er því ljóst að menningin er öflug hjá ungmennafélögunum en það má alltaf á sig smá menningu bæta og vonandi á hin nýstofnaða Menningarnefnd UMFÍ eiga sinn þátt í því að efla lista- og menningarstarfið enn frekar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslandi allt!  

Ingi Þór Ágústsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Einmitt en einsog rætt var á þinginu er munur á listum og sporti eða er þetta allt kannski bara eitt leikússport

Elfar Logi Hannesson, 2.5.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband