LISTAMANNAÞING Á ÍSAFIRÐI Í KVÖLD
30.4.2008 | 12:29
Kómedíuleikhúsið í samvinnu við listamenn í Ísafjarðarbæ efnir til Listamannaþings á Hótel Ísafirði í kvöld kl.20. Þema þingsins er ,,Staða og framtíð listalífs í Ísafjarðarbæ". Sannarlega stór spurning og má því búast við fjörugu þingi í kvöld. Aðgangur að þingingu er ókeypis og verður boðið uppá kaffi og rjómapönsu í boði þingsins. Fundarstjóri Listamannaþingsins er Annska en dagskráin er á þessa leið:
1. Fulltrúar listgreinanna fimm fjalla um stöðu og framtíð sinnar greinar:
Danslist: Eva Friðþjófsdóttir
Kvikmyndalist: Lýður Árnason
Leiklist: Elfar Logi Hannesson
Myndlist: Ómar Smári Kristinsson
Tónlist: Hulda Bragadóttir.
2. Listahátíðarbærinn Ísafjörður. Fjallað verður um listahátíðirnar þrjár á Ísó.
Leiklistarhátíðin Act alone
Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður
Tónlistarhátíðin Við Djúpið.
3. Menningarappartötin fyrir vestan kynna sig.
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar - Ingi Þór Ágústsson
Menningarráð Vestfjarða - Jón Jónsson.
Einnig verður boðið uppá tónlistaratriði á Listamannaþinginu í kvöld. Þröstur Jóhannesson flytur frumsamin lög við ljóð Steins Steinars en lögin eru í sýningu Kómedíuleikhússins, Búlúlala - Öldin hans Steins, sem verður frumsýnd verður í næstu viku. Einnig mun hljómsveitin Grjóthrun stíga á stokk en í sveitinni eru m.a. Grímur Atlason og Lýður Árnason. Semsagt nú vita allir hvað þeir eru að gera í kvöld: Listamannaþing á Hótel Ísafirði kl.20. Sjáumst.
Fjallað verður um leiklistarhátíðina Act alone á Listamannaþinginu á Ísó í kvöld
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég er stolt af ykkur öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 13:23
Takk og þú átt nú líka mikinn þátt í listinni á ísó í gegnum áratugina, vona að þú kikkir á okkur í kvöld
Elfar Logi Hannesson, 30.4.2008 kl. 15:30
Takk fyrir kaffið og pönnsurnar, það var mjög áhugavert sem kom fram á listamannaþinginu í gærkvöldi og skemmtileg samkoma. enn og aftur takk fyrir mig..
Sigrún Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 16:35
Takk sömuleiðis já þetta var sannarlega skemmtilegt þing og er án efa komið til að vera hér á Ísó - gangi þér allt í haginn í listinni
Elfar Logi Hannesson, 1.5.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.