BÚLÚLALA Á ÍSAFIRÐI
5.5.2008 | 12:55
Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýjan ljóðaleik, Búlúlala - Öldin hans Steins, í Tjöruhúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 8. maí kl.20. Leikurinn er settur á svið til að minnast aldarafmælils vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinars. Aðalsteinn Kristmundsson einsog hann hét réttu nafni fæddist 13. október árið 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi. Steinn Steinarr er án efa eitt þekktasta og jafnframt umdeildasta ljóðskáld síðustu aldar. Í Búlúlala - Öldin hans Steins munu þeir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson flytja ljóð Steins í leik, tali og tónum. Meðal ljóða í sýningunni má nefna Barn, Miðvikudagur, Tindátarnir, Þjóðin og ég og að sjálfsögðu ljóðið Búlúlala sem leikurinn er nefndur eftir. Marsibil G. Kristjánsdóttir, fjöllistakona, hefur málað stórt olíumálverk af Steini sérstaklega fyrir sýninguna. Alls verða þrjár sýningar í Tjöruhúsinu á Ísafirði eftir það verður farið í leikferð um Vestfirðina. Miðasala á Búlúlala - Öldin hans Steins hófst núna í hádeginu og fer fram á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is Allir í leikhús.
Steinn Steinarr, málverk eftir Marsibil G. Kristjánsdóttur
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:23
Já einmitt, alveg sammála - Ég fíla Stein líka í botn.
Elfar Logi Hannesson, 7.5.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.