FORLEIKUR SJÓÐANDI HEITT VERKEFNI

Það er skammt stórra högga á milli hjá Kómedíuleikhúsinu í gær frumsýndi leikhúsið ljóðaleikinn Búlúlala - Öldin hans Steins við stormandi lukku í Tjöruhúsinu. Og það er skammt stórra frumsýninga á milli því í næstu viku verður frumsýnt verkið Forleikur. Um er að ræða samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins og Litla leikklúbbsins á Ísafirði sem hita upp fyrir Act alone hátíðina með fjölbreyttri einleikjasýningu. Leikarar koma úr Litla en það er Kómedíuleikarinn sem leikstýrir. Sýndir verða fjórir íslenskir einleikir eftir fjóra höfunda. Leikirnir heita Súsan baðar sig, Munir og minjar, Það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði og Örvænting. Forleikur verður frumsýndur föstudaginn 16. maí kl.21 á Veitingastaðnum við Pollinn á Hótel Ísafirði. Miðasla er hafin á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

forleikur 2Þessi fer í lýtaaðgerð.

Mynd: Baldur P. Hólmgeirsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband