VEL HEPPNUÐ FRUMSÝNING

Á fimmtudaginn frumsýndi Kómedíuleikhúsið nýjan íslenskan ljóðaleik í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Leikurinn nefndist Búlúlala - Öldin hans Steins og er settur á svið í tilefni af aldarminningu vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinars. Í verkinu flytja þeir Elfar Logi og Þröstur Jóhannesson fjölbreytt úrval ljóða skáldsins í leik, tali og söng. Það er óhætt að segja að verkinu hafi verið vel tekið enda eru verk Steins klassísk og löngu orðin sígild og þjóðinni mjög kær. Næsta sýning á Búlúlala verður á fimmtudagskvöld 15. maí kl.20 miðasala á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is

Ljósmyndarinn Ágúst Atlason var á frumsýningu og fangaði stemninguna:

Bululala5    Bululala18   Bululala14  Bululala17 Bululala21


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband