BÚLÚLALA Á FLATEYRI Í KVÖLD
23.5.2008 | 12:17
Ljóðaleikurinn sívinsæli Búlúlala - Öldin hans Steins verður sýndur á Vagninum á Flateyri í kvöld. Sýningin hefst kl.21 og er miðasala við innganginn en einnig er hægt að panta miða á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Kómedíuleikhúsið er nú á ferð og flugi um Vestfirðina með Búlúlala fyrr í vikunni var leikurinn sýndur í Baldurshaga á Bíldudal og að vanda voru Bílddælingar duglegir að mæta í leikhúsið enda staðurinn þekktur leik- og listabær. Á morgun verður skundað til Bolungarvíkur og sýnt í hinu magnaða Einarshúsi og hefst sú sýning kl.21. Semsagt Búlúlala alla helgina.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sæll Logi
Ég þakka kærlega fyrir mig og Tobbu. Þetta var alveg frábært. Einn af þjóðverjunum þarna kom að máli við mig og fannst honum þetta mjög notalegt og skemmtilegt þó að hann hafi ekki skilið orð sem sagt var. Þessar fjórar stelpur frá Ástralíu sem voru þarna fíluðu þetta líka og ég lofaði að segja þeim betur frá því hvað var um að vera .en ég er að fara með þeim í kajaktúr á morgun
kv sig haf
sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 00:06
Takk fyrir Siggi já þetta var verulega skemmtilegt og frábær salur, þetta segir okkur kannski það, þó gömul tugga sé, að tungumálið skipti ekki máli. Svo bara kílum við á okkar mann fljótlega - þú veist
Elfar Logi Hannesson, 25.5.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.