FRUMSÝNINGARMÁNUÐURINN MIKLI
29.5.2008 | 12:59
Kómedíuleikhúsið hefur haft í nógu að snúast núna í maí mánuði. Í upphafi mánaðar var frumsýndur ljóðaleikurinn Búlúlala - öldin hans Steins og um miðjan mánuðinn var Forleikur frumsýndur. Allt er þegar þrennt er því núna um mánaðarmótinn verður þriðja Kómíska verkið frumsýnt í þessum mesta frumsýningarmánuði í Kómedíusögunni.
Leikurinn heitir Pétur & Einar og er samstarfsverkefni Einarshússins í Bolungarvík og Kómedíuleikhússins. Verkið verður frumsýnt í Einarshúsi laugardaginn 31. maí klukkan 16:00. Önnur sýning verður á sunnudag klukkan 16:00 og fleiri sýningar munu fylgja í kjölfarið. Þar mun Elfar Logi túlka líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipa sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öðru sinni en á síðasta ári settu þau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
Það var Ragna Jóhanna Magnúsdóttir veitingamaður í Einarshúsi sem átti frumkvæðið að uppsetningu sýningarinnar og vinnur að fjármögnun verksins. Fékk hún Elfar Loga og Kómedíuleikhús hans til liðs við sig til að koma sögunni á fjalirnar.
Sumir segja að Kómedíuleikarinn sé ofvirkur.
Leikurinn heitir Pétur & Einar og er samstarfsverkefni Einarshússins í Bolungarvík og Kómedíuleikhússins. Verkið verður frumsýnt í Einarshúsi laugardaginn 31. maí klukkan 16:00. Önnur sýning verður á sunnudag klukkan 16:00 og fleiri sýningar munu fylgja í kjölfarið. Þar mun Elfar Logi túlka líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipa sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öðru sinni en á síðasta ári settu þau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
Það var Ragna Jóhanna Magnúsdóttir veitingamaður í Einarshúsi sem átti frumkvæðið að uppsetningu sýningarinnar og vinnur að fjármögnun verksins. Fékk hún Elfar Loga og Kómedíuleikhús hans til liðs við sig til að koma sögunni á fjalirnar.
Sumir segja að Kómedíuleikarinn sé ofvirkur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þakka kærlega frábæra sýningu. Virkaði mjög vel á mig og ekki dauður punktur allar 40 mínúturnar. Drukkni sjóarinn var argasta snilld.
Til hamingju með þetta félagi Elfar.
Gústi (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:17
Takk fyrir það Gústi og fyrir ljósmyndaþáttinn þinn.
Elfar Logi Hannesson, 2.6.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.