DÚNDURFLOTT FRUMSÝNINGARHELGI

Á laugardaginn frumsýndi Kómedíuleikhúsið einleikinn Pétur og Einar í Einarshúsi í Bolungarvík. Skemmst er að minnast þess að leikurinn sló í gegn og fékk afbragðsviðtökur frumsýningargesta. Pétur og Einar er samstarfsverkefni Kómedíu og Einarshús í Bolungarvík. Í leiknum er rakin saga hússins sem gekk fyrst undir heitinu Péturshús en heitir í dag Einarshús. Í þessu húsi bjuggu tveir merkir frumkvöðlar sem áttu stóran þátt í að breyta Bolungarvík úr þorpi í bæ. Þessir menn eru Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson. Pétur byggði húsið árið 1904 og bjó þar til æviloka eða til ársins 1931. Saga Péturs var mjög dramatísk og var húsið þá nefnt hús sorgarinnar en Pétur Oddsson lifði öll börn sín og eiginkonu sína Guðnýju Bjarnadóttur. Árið 1935 keypti athafnamaðurinn Einar Guðfinnsson húsið af dánarbúi Péturs. Þá snérist dæmið við og húsið var nefnt ,,hús gleðinnar" og fékk um leið nafnið Einarshús einsog það heitir í dag. Önnur sýning á Pétri og Einari var í gær sunnudag og var mjög vel sótt. Næsta sýning verður um næstu helgi laugardaginn 7. júní. Einnig verður sýning 19. júní. Fleiri sýningar eru fyrirhugaðar í sumar.

PETUR & EinarFrumkvöðlarnir og athafnamennirnir Pétur og Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var alveg frábær sýning, mjög lifandi!

Hvet alla til að kíkja á þetta. 

Gústi (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk fyrir góð orð. Allir í leikhús, næsta sýning á laugardag 7. júní

Elfar Logi Hannesson, 2.6.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

 frábært verk, rosalega skemmtileg og fræðandi sýning. takk fyrir mig

Sigrún Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk fyrir það Sigrún, gaman að sjá hve þú ert dugleg að sækja leiksýningar hér fyrir vestan.

Elfar Logi Hannesson, 2.6.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir frábæra túlkun á persónum í þessu merka húsi. Ég gat ekki fengið betri mann í verkið og óska okkur öllum til hamingju.

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 2.6.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk fyrir traustið

Elfar Logi Hannesson, 3.6.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband