STEINN STEINARR Í AÐALHLUTVERKI Á ÍSÓ
3.6.2008 | 19:34
Act alone leiklistarhátíðin verður formlega sett miðvikudaginn 2. júlí kl.20 í Alþýðuhúsinu, Ísafjarðarbíó. Opnunarsýningar hátíðarinnar að þessu sinni eru tvær enda eiga sýningarnar margt sameiginlegt. Því hér er um að ræða tvær ólíkar sýningar sem eru byggðar á verkum Steins Steinars en einsog flestum er kunnugt er aldarafmæli skáldsins nú í ár. Það þykir því vel við hæfi að vestfirska leiklistarhátíðin heiðri minningu eins ástsælasta skálds Vestfjarða með veglegum hætti. Báðar sýningarnar koma úr smiðju Kómedíuleikhússins. Sú fyrri er upptaka af einleik Kómedíu sem var sýndur árið 2003 og verður leikurinn nú sýndur á breiðtjaldi í Ísafjarðarbíói. Seinni sýningin verður í Hömrum og nefnist hún Búlúlala - Öldin hans Steins. Hér er um tvíleik að ræða en tveir slíkir verða á dagskrá hátíðarinnar í ár.
STEINN STEINARR Í BÍÓ
Miðvikudaginn 2. júlí kl.20 í Alþýðuhúsinu.
Kómedíuleikhúsið
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guðjón Sigvaldason
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Ljós, hljóð: Friðþjófur Þorsteinsson, Guðjón Sigvaldason
Leikmynd, búningar, leikstjórn: Guðjón Sigvaldason
Kvikmyndataka: Jóhannes Jónsson digi-Film
Einleikur um eitt þekktasta og umdeildasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld. Handrit leiksins er nokkuð frábrugðið öðrum verkum en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þar er um að ræða brot úr greinum eftir Stein, 29 ljóð og brot úr viðtölum.
Steinn Steinarr eða Aðalsteinn Kristmundsson fæddist árið 1908. Þegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann þegar að brjóta reglur sem ríkt höfðu í skáldskap um langa hríð og varð mjög umdeildur fyrir vikið. Harðorðar greinar birtust í blöðum um Stein. Skáldskapur hans var kallaður tóm vitleysa af sumum, aðrir á hinn boginn fögnuðu framlagi hans og töldu að loksins væri komið fram skáld sem þyrði að breyta staðnaðri, íslenskri ljóðlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóð hans eru þjóðinni mjög kær og við mörg þeirra hafa verið samin lög. Steinn Steinarr andaðist árið 1958, rétt tæplega fimmtíu ára að aldri.
BÚLÚLALA - ÖLDIN HANS STEINS
Miðvikudaginn 2. júlí kl.21.30 í Hömrum.
STEINN STEINARR Í BÍÓ
Miðvikudaginn 2. júlí kl.20 í Alþýðuhúsinu.
Kómedíuleikhúsið
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guðjón Sigvaldason
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Ljós, hljóð: Friðþjófur Þorsteinsson, Guðjón Sigvaldason
Leikmynd, búningar, leikstjórn: Guðjón Sigvaldason
Kvikmyndataka: Jóhannes Jónsson digi-Film
Einleikur um eitt þekktasta og umdeildasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld. Handrit leiksins er nokkuð frábrugðið öðrum verkum en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þar er um að ræða brot úr greinum eftir Stein, 29 ljóð og brot úr viðtölum.
Steinn Steinarr eða Aðalsteinn Kristmundsson fæddist árið 1908. Þegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann þegar að brjóta reglur sem ríkt höfðu í skáldskap um langa hríð og varð mjög umdeildur fyrir vikið. Harðorðar greinar birtust í blöðum um Stein. Skáldskapur hans var kallaður tóm vitleysa af sumum, aðrir á hinn boginn fögnuðu framlagi hans og töldu að loksins væri komið fram skáld sem þyrði að breyta staðnaðri, íslenskri ljóðlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóð hans eru þjóðinni mjög kær og við mörg þeirra hafa verið samin lög. Steinn Steinarr andaðist árið 1958, rétt tæplega fimmtíu ára að aldri.
BÚLÚLALA - ÖLDIN HANS STEINS
Miðvikudaginn 2. júlí kl.21.30 í Hömrum.
BÚLÚLALA ÖLDIN HANS STEINS
Kómedíuleikhúsið
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Tónlistarmaður: Þröstur Jóhannesson
Sýningartími: 50. mín.
Búlúlala - Öldin hans Steins er nýr ljóðaleikur fyrir leikara og tónlistarmann sem Kómedíuleikhúsið setur á svið til að minnast aldarafmælis Steins Steinars. En Aðalsteinn Kristmundsson, einsog hann hét réttu nafni, fæddist 13. október árið 1908 og er án efa eitt af merkustu skáldum þjóðarinnar. Í þessum leik, Búlúlala - Öldin hans Steins, verða flutt mörg af kunnustu ljóðum Steins í bland við þau sem minna eru þekkt. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin í leik og tali en Þröstur Jóhannesson flytur frumsamin lög við ljóð Steins. Marsibil G. Kristjánsdóttir gerir leikmynd sem er portret af skáldinu. Meðal ljóða sem koma við sögu í sýningunni má nefna Að frelsa heiminn, Barn, Miðvikudagur, Söngvarinn, Tindátarnir, Þjóðin og ég og síðast en ekki síst Búlúlala ljóðið sem leikurinn er nefndur eftir.
Tónlistarmaður: Þröstur Jóhannesson
Sýningartími: 50. mín.
Búlúlala - Öldin hans Steins er nýr ljóðaleikur fyrir leikara og tónlistarmann sem Kómedíuleikhúsið setur á svið til að minnast aldarafmælis Steins Steinars. En Aðalsteinn Kristmundsson, einsog hann hét réttu nafni, fæddist 13. október árið 1908 og er án efa eitt af merkustu skáldum þjóðarinnar. Í þessum leik, Búlúlala - Öldin hans Steins, verða flutt mörg af kunnustu ljóðum Steins í bland við þau sem minna eru þekkt. Elfar Logi Hannesson, leikari, flytur ljóðin í leik og tali en Þröstur Jóhannesson flytur frumsamin lög við ljóð Steins. Marsibil G. Kristjánsdóttir gerir leikmynd sem er portret af skáldinu. Meðal ljóða sem koma við sögu í sýningunni má nefna Að frelsa heiminn, Barn, Miðvikudagur, Söngvarinn, Tindátarnir, Þjóðin og ég og síðast en ekki síst Búlúlala ljóðið sem leikurinn er nefndur eftir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.