FYRSTA FRUMSÝNING MORRALEIKÁRSINS ER Á MORGUN

Unglinga- og atvinnuleikhúsið Morrinn á Ísafirði hefur hafið sitt árlega leikár. En Morrinn er leikhús sem starfar yfir sumartímann á Ísafirði og hefur heldur betur poppað og puntað uppá menningarlífið á Ísafirði í gegnum árin en leikhúsið var stofnað af unglingum á Ísó rétt fyrir síðustu aldamót. Í fyrra tók Kómedíuleikhúsið við listrænni stjórn Morrans. Leikár Morrans hófst núna á þriðjudag 3. júní og munu 15 leikarar starfa í Morranum þetta árið. Kómedíuleikarinn leikstýrir Morranum fyrstu dagana en í næstu viku tekur Ársæll Níelsson, leiklistarnemi, við stjórninni. Það er óhætt að segja að Morraleikárið hafi hafist með krafti því strax varð að byrja að undirbúa fyrstu sýningu leikársins sem verður frumsýnd í fyrramálið kl.9.05 í Neðstakaupstað á þriðja starfsdegi, kannski smá bjarsýni, en það vill svo vel til að Morrarnir eru duglegir og eru tilbúnir með þetta flotta þjóðlega sjóv. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er að koma og Morrinn hefur allt frá upphafi verið stór þáttur í móttöku þeirra. Boðið verður uppá þjóðlega dagksrá á safnasvæðinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Dansinn verður stiginn, spilað á fiðlu, þulur og þjóðlög sungin, fluttar íslenskar þjóðsögur á ensku, fjallað um hjátrú á Íslandi, farið í leiki s.s. Inn og út um gluggann og síðast en ekki síst verður sýnd glíma. Já, glíma, þessi íþrótt hefur verið vinsæl hér vestra í gegnum aldrinar og í sumar mun Sigtryggur stíga sporinn með Morranum í allt sumar. Alls munu 22 skemmtiferðaskip heimsækja Ísafjörð í sumar þannig að það verður meira en nóg að gera hjá Morranum í sumar. Þetta er þó ekki allt því einnig munu þau skemmta á 17. júní á Ísó, setja á svið leikrit sem verður sýnt í öllum leikskólum Ísafjarðarbæjar ofl ofl.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll!

Klukkan hvað byrjar fjörið, kannski maður reyni að mæta með cameru ef ég get losað mig í smá stund. 

Gústi (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Alveg endilega, fyrsta rútan kemur kl.9.05, síðan koma þær hver af annari eða sem hér segir, 9.45, 10.45, 11.25, 13.00, 14.40 og 15.25

Elfar Logi Hannesson, 4.6.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband