HÁDEGISLEIKHÚS Á ACT ALONE 2008

Tvö hádegisleikhús verða á dagskrá Act alone 2008 en hádegissýningar hafa notið mikilla vinsælda á Act alone og jafnan stút fullt hús. Hádegisleikhús Act alone 2008 verður tvíveigis að þessu sinni fyrst í hádeginu á fimmtudag 3. júlí og svo hádegi eftir eða á föstudag 4. júlí. Sýningarstaður er Veitingastaðurinn við Pollinn á Hótel Ísafirði. Sýndir verða einleikir sem Kómedíuleikhúsið og Litli leikklúbburinn setti upp á vordögum. Sýningin ber nafnið Forleikur og var sett sérstaklega á svið til að hita upp fyrir Act alone. Forleikur samanstendur af fjórum íslenskum leikjum eftir fjóra höfunda. Sýndir verða tveir leikir í hvoru hádegi.

HÁDEGISLEIKHÚS
Sýndir verða leikirnir Örvænting og Það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði.
Fimmtudaginn 3. júlí kl.12.12 á Veitingastaðnum við Pollinn Ísafirði.

ÖRVÆNTING
Kómedíuleikhúsið/Litli leikklúbburinn
Höfundur: Jónína Leósdóttir
Leikari: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

Í dag er hægt að ,,laga" allt. Brotin sjálfsmynd getur orðið heil. Er er bara nóg að slétta yfirborðið.


 
ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ TALA Í GSM HJÁ GUÐI
Kómedíuleikhúsið/Litli leikklúbburinn
Höfundur: Pétur R. Pétursson
Leikari: Sveinbjörn Hjálmarsson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

Hesturinn er ekki lengur þarfasti þjónn mannsins. Gætir þú hugsað þér dag án GSM. Það er slæmt að gleyma 'onum en öllu verra að gleyma sér með 'onum.


HÁDEGISLEIKHÚS
Sýndir verða leikirnir Munir og minjar og Súsanna baðar sig.
Föstudagur 4. júlí kl.12.12 á Veitingastaðnum við Pollinn Ísafirði.

MUNIR OG MINJAR
Kómedíuleikhúsið/Litli leikklúbburinn
Höfundur: Þórunn Guðmundsdóttir
Leikari: Marta Sif Ólafsdóttir
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

Safnaraeðlið hefur fylgt okkur frá Neðanderdalsmanninum til dagsins í dag. Viðfangsefni þessa verks er einmitt þetta vinsæla áhugamál. Menn safna ekki bara frímerkjum heldur öllu milli himins og jarðar. Til er fólk sem safnar naflalóg.


SÚSANNA BAÐAR SIG
Kómedíuleikhúsið/Litli leikklúbburinn
Höfundur: Lárus Húnfjörð
Leikari: Árni Ingason
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

Strípistaðir hafa jafnan notið mikilla vinsælda á Íslandi. Í þessum leik fáum við innsýn í starfsemi eins stærsta og virtasta súlustaðar höfuðborgarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband