TÉKKNESK SÝNING Á ACT ALONE 2008

Þrjár erlendar sýningar verða á Act alone 2008. Ein þeirra kemur frá tékkneska leikhópnum Krepsko og nefnist Fragile.

FRAGILE
Föstudaginn 4. júlí kl.20.00 í Edinborgarhúsinu.
Krepsko
Handrit: Krepsko, Darinka Giljanovié
Byggt á hugymynd: Darinka Giljanovié, Linnea Happonen, Petr Lorenc
Leikari, leikstjórn: Linnea Happonen
Lýsing: Petr Lorenc
Tónlist: Luis Fiestas
Sérstakur gestur: Jirí Zeman
Lengd: 45 mínútur

FRAGILE er leikverk sífelldri þróun, við fylgjumst persónulega með leikpersónunni Laura úr verkinu Glass Menagerie eftir Tennesse Williams. Laura leiðir okkur í gegnum sitt brothætta umhverfi og hugarástand í þrúgandi þögn, þar sem allar nýir og óvæntir atburðir hafa miklar afleiðingar í för með sér. Gegnum hennar viðkvæma háttarlag drögumst við dýpra og dýpra inní hljóða en jafnramt einmannalega tilveru hennar. FRAGILE er sjónrænt verk þar sem rýmið verður eitt með leikaranum. FRAGILE er sýning sem er uppfull af smáatriðum og óvæntum atvikum þar sem áhorfandinn dregst inní hugarheim Lauru. Sá heimur er brothættur og þarf óneitanlega að byggja upp að nýju. FRAGILE er um margt sérstök sýning þar sem leikkonan hreyfir sig lítið sem ekkert og mikið er gert uppúr sjónrænn upplifun með aðstoð ljósa. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband