DAGSKRÁ ACT ALONE 2008 ER EKKERT LEYNDARMÁL LENGUR
11.6.2008 | 19:29
Dagskrá leiklistarhátíðarinnar Act alone 2008 er nú hægt að nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net Act alone verður haldin dagana 2. - 6. júlí á Ísafirði og er óhætt að fullyrða að dagskráin sé algjört dúndur. 24 sýningar, leiklistarnámskeið og kennslustund í að reka eins manns leikhús verður boðið uppá á þessari einu árlegu leiklistarhátíð Íslands. Og pælið í því að það er ÓKEYPIS Á ACT ALONE. Nú er bara að skella sér inná www.flugfelag.is og panta sér flug á Ísafjörð 2. júlí svona áður en allar vélar fyllast. Það er líka hægt að aka tekur ekki nema 6 tíma að skuttlast þetta úr borginni í einleikjabæinn Ísafjörð.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.