KÍNKI SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNAN
14.6.2008 | 15:52
Kínki skemmtikraftur að sunnan á Act alone 2008
Fimmtudagur 3. júlí á Act alone 2008
KL. 20.00. Hamrar
KÍNKI SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNAN
Flytjandi: Kinkí
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Tónlist og texti: Benóný Ægisson (já svo eru víst nokkur tökulög)
Kinkir Geir Ólafsson er söngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum. En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin. Nei þetta er líka upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. Kinkí mun meðal annars leiða dreifbýlingana í allan sannleika um átthaga sína, nafla alheimsins: 101 Reykjavík þar sem æðiliðið býr.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.