ELDFÆRIN Á ACT ALONE
17.6.2008 | 18:02
Act alone 2008
Laugardagur 5. júlí
Kl.13.00. Edinborgarhúsið
ELDFÆRINStoppleikhópurinn
Höfundur: H.C.Andersen
Leikgerð: Stoppleikhópurinn
Leikari: Eggert Kaaber
Leikmynd, búningar: Leikhópurinn
Leikstjóri: Margrét Kaaber
Ævintýraeinleikur byggður á einni þekktustu sögu skáldsins. Ævintýrið segir frá dáta nokkrum sem hittir norn á förnum vegi, hún biður hann að sækja eldfærin sín niður í tré þar rétt hjá en því fylgir að hann þarf að hitta þrjá stóra hunda sem sitja á peningakistum. Dátinn samþykkir þetta.......og fer síðan af stað skemmtileg og spennandi atburðarás sem allir þekkja. Leiksýningin er blanda af skuggaleikhúsi, söng, leik og fiðluleik.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.