8 DAGAR Í ACT ALONE Á ÍSAFIRÐI
24.6.2008 | 13:05
Já, tíminn flýgur sannarlega áfram aeðins 8 dagar í Act alone á Ísafirði. Um að gera að vera snöggur og panta sér flugfar og gistingu á Ísó og skunda í einleikjabæinn. Dagskrá Act alone 2008 er sérrílagi glæsileg með 25 sýningum en dagskráin í heild er á heimasíðu Act alone www.actalone.net
Umfjöllun um Act alone var í helgarblaði DV þar sem spjallað var við Kómedíuleikarann um hátíðina og einleiksformið almennt. Á föstudag verður Kómískt viðtal í Viðskiptablaðinu og einnig verður Kómedíuleikarinn í viðtali á Rás tvö um helgina. Gaman er að geta þess að Rás eitt ætlar að gera sérstakan þátt um Act alone 2008. Það er útvarpskonan góðkunna Sigríður G. Ásgeirsdóttir sem gerir þáttinn sem verður síðan fluttur í haust á Gufunni góðu. Sérstakur útsendari menningarritsins TMM verður einnig á staðnum og ritar grein í haust hefti blaðsins um Act alone 2008.
Einleikurinn Aðventa verður á Act alone 2008.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jey! Hlakka til! :D
Marta, 25.6.2008 kl. 00:46
Ég líka
Elfar Logi Hannesson, 25.6.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.