ALVEG SATT OG KÓMEDÍA HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í ÞESSU ÆVINTÝRI
25.6.2008 | 11:56
Hljóðbókin er í sókn það er alveg rétt og er það ánægulegt, enda er svo gaman að láta lesa fyrir sig. Kómedíuleikhúsið hefur gefið út þrjár hljóðbækur sem allar hafa fengið frábærar viðtökur og sú fyrsta er svo gott sem uppseld aðeins þrjú eintök eftir í Kómedíubúðinni og svo kannski nokkrar á hinu fjölmörgu útsölustöðum Kómedíu hljóðbókanna. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í verslun Kómedíu á heimasíðunni www.komedia.is og verðið er náttúrulega bara Kómískt eða kr. 1999.- Kómedíu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð - panta www.komedia.is
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ - panta www.komedia.is
Þjóðsögur úr Bolungarvík - panta www.komedia.is
Sölustaðir Kómedíuhljóðbókanna eru um land allt til í Pennanum og Eymundsson, í Orkusteini á Ísafirði, sjoppuni hennar Jóvinu frænku á Þineyri, í Flókalundi, á Vegamótum á Bíldudal, Sælukjallaranum á Patró, Einarshús í Bolungarvík osfrv osfrv. Hljóðbókin er komin til að vera hér á landi. Í lokin má geta þess að í haust kemur fjórða hljóðbók Kómedíuleikhússins út en það er Þjóðsögur af Ströndum.
Hljóðbókamarkaðurinn stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.