ACT ALONE BOLIRNIR KOMNIR VESTUR
26.6.2008 | 13:13
Allt að gerast. Ekki nema sex dagar í Act alone 2008 og þá verður sko einleikin skemmtun. Í dag komu Act alone 2008 bolirnir vestur. Alveg rosa flottir með mynd hátíðarinnar sem er eftir listakonuna Marsibil G. Kristjánsdóttur en hún er myndlistarmaður Act alone 2008 og hannar bæði plakat hátíðarinnar og Act alone verðlaunagripina. Act alone bolirnir verða til sölu frá og með fyrsta degi Act alone sem er á miðvikudag 2. júlí. Aðeins eru til 150 bolir þannig að fyrstir kaupa fyrstir fá. Þeir sem geta ekki beðið og vilja tryggja sér Act alone 2008 bol núna get pantað í forsölu með því að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is
Allar upplýsingar um dagskrá Act alone 2008 er á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.