JÁ FRÉTT - KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ FÆR ÞAK YFIR KOLLINN Í VETUR
8.10.2008 | 11:19
Áfram á jákvæðum nótum og fréttum úr menningarlífinu á Vestfjörðum. Í gær samþykkti Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar að skjóta leikhússkjólshúsi yfir Kómedíuleikhúsið í vetur. Um er að ræða hið frábæra og sögulega Tjöruhús í Neðsta kaupstað á Ísafiði á safnasvæðinu. Kómedían fær húsið til afnota fyrir æfingar og sýningar á yfirstandandi leikári. Þetta eru frábærar fréttir og þakkar leikhúsið nefndinni mikið vel fyrir þetta. Kómedían er þó ekki ókunn þessu húsi því í fyrra sýndum við hina vinsælu jólasýningu Jólasveinar Grýlusynir í Tjörunni og er óhætt að segja að húsið hafi hentað sýningunni vel og verið sannkallað Ævintýrahús jólasveinanna. Þeir sveinar munu einmitt endurtaka leikinn í vetur og skemmta krökkum á öllum aldri í Tjörunni. Einnig stefnir leikhúsið að því að vera með fleiri sýningar á verkum sínum í húsinu. Í lok október hefjast Einleiknir leiklestrar Kómedíuleikhússins þar sem fluttir verða kunnir og ókunnir einleikir af leikurum á Ísafirði. Þessir leiklestrar verða í Tjöruhúsinu. Þetta er mikill gleðidagur í herbúðum Kómedíuleikhússins því nú loksins höfum við fengið þak yfir kollinn þó það sé reyndar aðeins í vetur en á sumri er rekinn vinsæll veitingastaður í húsinu og engin ástæða til að fara að breyta því kannski spurning hvort væri ekki hægt frekar að tvinna það eitthvað saman og bjóða uppá Matarleikhús og Kaffileikhús eða Fiskleikhús því fiskur er nú eðall þessa góða veitingastaðar. Kómedíuleikhúsið hefur nú líka fengið gott æfingahúsnæði og síðast en ekki síst verður hægt að geyma leikmyndir í húsinu. Þá verður nú Kómedíufrúin kát því til þessa hafa leikmyndirnar verið partur af húsgögnum heimilisins. Já, þetta er aldeilis gott mál.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til lykke
Gott að fá einhverjar góðar fréttir að heiman.
Ársæll Níelsson, 9.10.2008 kl. 08:15
Tak skal du ha. Já, það er margt gott að gerast það fer bara svo lítið fyrir því
Elfar Logi Hannesson, 9.10.2008 kl. 10:36
Hjartanlega til hamingju
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 9.10.2008 kl. 12:21
Takk fyrir það Ragna og velkomin í Tjöruna, reikna með að fyrsta uppákoma þar verði í lok október, svo verða náttúrulega Jólasveinar Grýlusynir þar í desember
Elfar Logi Hannesson, 9.10.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.