AFHVERJU HEITIR ÞÁTTURINN EKKI SÖNGFLUGAN FREKAR EN SINGING BÍ
9.10.2008 | 22:05
Yngsta Kómedíudóttirin er sérlega orðheppinn enda algjör prinsessa. Um daginn var verið að horfa á Skjá einn í Túninu heima og þá akkurart byrjar þátturinn með Jónsa sem heitir Singin Bí. Og þá segir prinsessan: Jibbý, Söngflugan er að byrja.
Já, einmitt afhverju heitir þátturinn ekki Söngflugan, miklu flottara nafn. Íslenskt og þetta er jú íslensk stöð þó hún sýni aðllega erlenda raunveruleikaþætti og annað léttmeti. Nafnið Söngflugan gæti líka tengt þáttinn óbeint við dægurlagasmellinn Litla flugan eftir Sigfús Halldórs og er því alveg tilvalið nafn á íslenskum tónlistarþætti. Ég mælist því til þess að Skjár einn breyti nafni þáttarins hið snarasta í hið músíkalska nafn Söngflugan. Enda er nú verið að hvetja landann til að kaupa íslenskt og þá þurfum við nú líka að hugsa um það að tala íslensku og nota íslensk nöfn sérstaklega á svona þáttum sem einmitt æskan hefur áhuga á. Já, prinsessan veit hvað hún syngur í þessu sem öðru.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála - ég hef látið þetta þáttarheiti fara óendanlega í taugarnar á mér. Átti bara eftir að blogga um það (en þá skall kreppan á)
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.10.2008 kl. 22:13
Takk fyrir Ólína, já Þá kom í bæinn blessuð kreppan - verð að taka undir það líka að þetta hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á mann og maður á erfitt með að einbeita sér að öðru - meira að segja þarf ég að lesa blaðsíðurnar aftur í krimmanum sem ég er að lesa núna því hugurinn er fjarri.
Elfar Logi Hannesson, 9.10.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.