PÉTUR OG EINAR AFTUR Á SVIÐ

Sýningar á leikritinu vinsæla Pétur og Einar hefjast að nýju í kvöld eftir stutt hlé. Leikurinn var sýndur alls 14 sinnum í sumar við fádæma vinsældir. Í kvöld kl.20 fer leikurinn aftur á fjalirnar og að vanda er sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík. Miðasala fer fram í Einarshúsi einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á ragna@einarshusid.is Sýningarstaðurinn er vel við hæfi því sögupersónur leiksins bjuggu einmitt í þessu húsi sem er nú orðinn vinsæll veitingastaður og kaffihús. Í þessari sýningu túlkar Elfar Logi Hannesson líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús. Höfundur og leikstjóri er Soffía Vagnsdóttir og tónlistarstjóri er Hrólfur Vagnsson. Fleiri sýningar verða á Pétri og Einar í nóvember og er rétt að benda sérstaklega á sýninguna laugardaginn 29. nóvember en þá verður einnig boðið uppá veglegt jólahlaðborð með sýningunni. Þegar skammdegismyrkur skellur á er gott að skella sér í leikhús. Það hressir og kætir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband