JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR Í TJÖRUNNI UM HELGINA

Sýningar á jólaleikritinu vinsæla Jólasveinar Grýlusynir hefjast í Tjöruhúsinu á laugardag. Leikurinn var frumsýndur í Tjörunni fyrir síðustu jól við frábærar undirtektir og var nýverið sýndur 11 sinnum á höfuðborgarsvæðinu en alls hefur leikurinn nú verið sýndur um 30 sinnum. Sýnt verður í Tjöruhúsinu næstu þrjár helgar á laugardögum og sunnudögum og hefjast sýningarnar kl.14. alla dagana. Miðasala fer fram á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is  undir liðnum Kaupa miða. Miðasölusímin Kómedíuleikhússins er 891 7025. Jólasveinar Grýlusynir er sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinana og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina. Því inní ævintýrið fléttast allt annað ævintýri um nútíma unglingspilt sem hefur verið sendur til fjalla að leita að kúnni Búkollu. Jólasveinar Grýlusynir er bráðfjörugur jólaleikur með mikið af tónlist og almennu jólasveinasprelli að hætti gömlu íslensku jólasveinanna. Höfundar eru Elfar Logi Hannesson og Soffía Vagnsdóttir, Hrólfur Vagnsson semur tónlistina í leiknum, Marsbil G. Kristjánsdóttir hannaði og gerði jólasveinana og leikmyndina, ljósahönnuður er Jóhann Daníel Daníelsson og leikstjóri er Soffía Vagnsdóttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband